Eurovision 2007

Eurovision 2007

Kaupa Í körfu

Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók á móti íslensku áhugafólki um Evróvisjón í bústað sínum í Helsinki í gær. Sérstakir heiðursgestir voru Eiríkur Hauksson og meðflytjendur íslenska framlagsins. Sendiherrann bauð viðstadda velkomna og sagðist hafa fulla trú á finnskum skipuleggjendum keppninnar. Íslendingar gætu leitað til þeirra ef með þyrfti á næsta ári. Eiríkur sagðist mjög ánægður með allt skipulag og aðstöðu, móttökurnar hefðu verið einstaklega góðar. MYNDATEXTI: Þotulið - Eiríkur með pólsku keppendunum sem kalla sig The Jet Set, en þau flytja lagið "Time to party" eða "Tími til að fagna". *** Local Caption *** O

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar