Eurovision 2007

Eurovision 2007

Kaupa Í körfu

Í kvöld er komið að undanúrslitum Evróvisjónkeppninnar í Helsinki. Keppninni verður varpað á risaskjá á Senaatintori, torginu við dómkirkjuna sem gnæfir yfir borgina. Sýningunni var rennt tvisvar í gegn í gær og í dag fer lokaæfingin fram. Þema keppninnar í ár er "True Fantasy" og verður fyrri keppnin tileinkuð sannleikanum. Atriðin í byrjun athafnarinnar og í hléinu milli laganna og kosningaúrslitanna eru nútímaleg og ævintýraleg dansatriði innblásin af finnskum þjóðsögum og goðsögnum. Dansarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar eru í fremsta flokki finnskra listamanna. MYNDATEXTI:Staðurinn - Á þessu sviði í Hartwall höllinni mun Eiríkur vonandi slá í gegn í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar