Einar Guðlaugsson

Einar Guðlaugsson

Kaupa Í körfu

Himinninn var logandi í sprengikúlum þegar hann flaug í síðasta sinn yfir hið skammlífa Afríkulýðveldi Bíafra, hann var á vettvangi flugslyssins hræðilega á Srí Lanka, hann móðgaði indversku þjóðina á einu bretti – rúman milljarð manna – og gammur gerði tilraun til að granda honum í háloftunum. Svo kveðst Einar Guðlaugsson flugstjóri ekki hafa frá neinu að segja. MYNDATEXTI: Flugkappi - "Við vissum ekki mikið um ástandið þarna niður frá. Við vissum að það geisaði stríð og það var búið að skjóta niður eina flugvél þegar þarna var komið sögu. Okkur var því ljóst að þetta væri hættulegt flug en fyrir 23 ára gamlan mann, sem er sannfærður um að hann sé ódauðlegur, var ekki mikið mál að drífa sig á vettvang," segir Einar Guðlaugsson þegar hann rifjar upp aðdraganda þess að hann fór til Afríku til að taka þátt í hjálparfluginu til Bíafra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar