Kosningabaráttan og kosningaskrifstofur

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kosningabaráttan og kosningaskrifstofur

Kaupa Í körfu

Eitt er það sem blasir við kjósendum í kosningabaráttu. Svo býr annar veruleiki að baki. Eða hvað? Pétur Blöndal fylgdist með frambjóðendum "synda í sírópi" og skoðar hina hlið kosningabaráttunnar. Góðan daginn! Góðan daginn! Góðan daginn! Kaffipoka? Tópas? Blöðru? Ungur frambjóðandi stendur í Kringlunni og reynir að ná athygli fólks sem á leið framhjá básnum. En það gengur misvel. Góðan daginn! "Aumingja fólkið," segir kona við rúllustigann og horfir á frambjóðendur við Hagkaup. "Svo kemur skríllinn og þau þurfa að brosa og taka undir vitleysuna." MYNDATEXTI: Í snörunni - Jón Magnússon sýnir hvað hann fann í garðinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar