Maldives

Einar Falur Ingólfsson

Maldives

Kaupa Í körfu

Þetta er veiðiskapur ólíkur öllu sem ég hef áður reynt. Ég er með flugustöngina og hjólið mitt, og á taumnum er straumfluga sem minnir á þær sem maður kastar stundum fyrir sjóbirting. En lengra ná mörk reynsluheimsins ekki. Ég stend upp í mitti í 28 stiga heitum sjó, lofthitinn er nær 38 stigum, ég er í langerma veiðiskyrtu með innbyggðri sólvörn, með veiðiglófa og hatt sem skýlir andliti, eyrum og hálsi, og klút að auki fyrir vitunum. Ég stend á snjóhvítri sandflöt og brennandi sólarljósið magnast upp á haffletinum og hvítum sandinum. MYNDATEXTI: Lúxusfley - Soldáninn af Maldíveyum, móðurskip veiðimannanna, er með loftkældum káetum og fimm stjörnu fæði. Á daginn er siglt á miðin á hefðbundum veiðibáti, "dhoni", eða smábátum með utanborðsmótor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar