Bangsar

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Bangsar

Kaupa Í körfu

Þeir Bangsi og Malli eru eineggja tvíburar, alveg eins og eigendur þeirra, systurnar Hrefna og Erna Jónasdætur. Þrátt fyrir að vera lágir í lofti og vel snjáðir eru þeir ómetanlegir í augum stelpnanna enda hafa þau fjögur hafa verið óaðskiljanleg síðustu sjö ár – allt frá því þær systur voru í vöggu. MYNDATEXTI: Staðgenglar - Fljótlega eftir að Hrefna og Erna fengu þá Bangsa og Malla ákvað Halldóra að kaupa tvo eins til viðbótar til að eiga ef hinir týndust enda ómissandi fyrir litlu hnáturnar. Hins vegar eru staðgenglarnir harla ólíkir frummyndunum í dag enda ekkert notaðir og þar af leiðandi alveg ósnjáðir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar