Framkvæmdir í Álafosskvosinni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Framkvæmdir í Álafosskvosinni

Kaupa Í körfu

ÍBÚAR Álafosskvosar héldu mótmælum sínum vegna framkvæmda í næsta nágrenni Kvosarinnar áfram í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfðu reiðir íbúar svæðisins samband við hana í gær og fóru þess á leit við hana að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Ekki kom þó til átaka og ekki voru gerðar tilraunir til að stöðva framkvæmdirnar. Lögreglan hefur hins vegar ekki gripið til neinna aðgerða á svæðinu þar sem verktakar segjast hafa öll tilskilin leyfi og skipulagsyfirvöld hafa ekki farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar. MYNDATEXTI: Mótmæli - Framkvæmdum í Álafosskvosinni var mótmælt í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar