Cannes

Halldór Kolbeins

Cannes

Kaupa Í körfu

Augu allra kvikmyndaunnenda beinast að Cannes á Suður-Frakklandi þessa dagana en í dag fer fram setning árlegrar kvikmyndahátíðar þar í borg. Hátíðin er nú haldin í sextugasta sinn og hefur hún fyrir löngu tryggt sig í sessi sem ein virtasta hátíð sinnar tegundar í heiminum. Eins og við er að búast eru heimamenn í startholunum og ekki fer á milli mála að eitthvað mikið stendur til. MYNDATEXTI: Biðin hafin - Fjöldi fólks hafði þegar komið sér fyrir hjá hátíðarhölinni í gær í von um gott útsýni þegar kvikmyndastjörnurnar mæta til leiks í dag. Höfðu margir tröppur með sér til að sitja á og sjá betur yfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar