Nick Hornby
Kaupa Í körfu
"ÉG varð ástfanginn af fótbolta eins og ég átti síðar eftir að verða ástfanginn af konum: skyndilega, óútskýranlega, gagnrýnislaust og án þess að velta nokkurn tímann fyrir mér sársaukanum eða trufluninni sem það gæti haft í för með sér." Þannig kemst enski rithöfundurinn Nick Hornby að orði í rómaðri bók sinni Fever Pitch, eða Fótboltafári, þegar hann lýsir fyrstu heimsókn sinni á Highbury, heimavöll Arsenal, 14. september 1968. Fyrirvaralaust hafði líf hans breyst - um allan aldur. Núna, 37 árum síðar, er Hornby enn við sama heygarðshornið. Hann er kominn í hóp vinsælustu rithöfunda Bretlands og hafa þekktustu verk hans, Fever Pitch, High Fidelity og About a Boy hlotið framhaldslíf á hvíta tjaldinu. En velgengnin hefur ekkert truflað Hornby, Arsenal er og verður ástríða. Hann býr í Highbury-hverfinu og varla þarf að taka fram að hann hefur verið ársmiðahafi um langt árabil MYNDATEXTI: Ég var einmitt að velta því fyrir mér um daginn að ég hef sennilega varið meiri tíma á Highbury en nokkrum öðrum stað á ævinni," segir rithöfundurinn Nick Hornby, sem heldur hér á treyjunni sem notuð er á síðustu leiktíðinni á þessum fornfræga velli. Arsenal mun leika á nýjum leikvelli næsta keppnistímabil.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir