Skemmtiferðaskipið Costa Atlantica

Skemmtiferðaskipið Costa Atlantica

Kaupa Í körfu

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Costa Atlantica er stærsta skip sem lagst hefur að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn, tæpir 293 metrar að lengd, og vegur ríflega 86 þúsund brúttótonn. Kvikmyndaþema ræður ríkjum á skipinu og bera farþegaþilförin tólf á skipinu nöfn kvikmynda sem ítalski leikstjórinn Federico Fellini hefur leikstýrt. Snúa þurfti skipinu í höfninni áður en hægt var að leggjast að hafnarbakkanum og var það gert án aðstoðar dráttarbáts. Skipið er smíðað árið 2000 og búnaður þess er svo fullkominn að ekki var þörf fyrir aðstoð við snúninginn, sem þó krefst mikillar leikni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar