Seðlabankinn

Seðlabankinn

Kaupa Í körfu

STÝRIVEXTIR Seðlabanka Íslands verða óbreyttir en framsetning þeirra mun breytast á næstunni þegar nýjar reglur taka gildi og verða þeir þá miðaðir við nafnvexti en ekki ávöxtunarkröfu eins og verið hefur. Stýrivextir Seðlabankans verða því áfram 14,25% en í rökstuðningi bankastjórnar segir að verðbólga hafi hjaðnað nokkru hægar en gert var ráð fyrir í spá bankans í mars sl. Undirliggjandi verðbólga sé enn langt yfir verðbólgumarkmiði en verðbólguhorfur á næstu árum séu taldar áþekkar og í mars. Raunstýrivextir eru nú háir og telur bankinn að framsetning stýrivaxtaspár í mars og stefnuyfirlýsing bankans hafi leitt til hærri vaxta á skuldabréfamarkaði. Þá fólst í rökstuðningnum að óvissa um verðbólguþróun benti fremur til meiri verðbólgu en minni, bæði vegna þess að umsvif í hagkerfinu kunni að verða meiri en gert er ráð fyrir og eins vegna hættu á gengislækkun krónu. MYNDATEXTI Nafnvextir Framvegis verða stýrivextir Seðlabanka Íslands settir fram sem nafnvextir en ekki ávöxtunarkrafa. Veldur það því að vaxtatalan mun lækka á næstunni þótt stýrivextir haldist óbreyttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar