Petra Hedorfer

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Petra Hedorfer

Kaupa Í körfu

GRÍÐARLEG aukning hefur orðið í ferðalögum Íslendinga til Þýskalands og er landið nú komið upp í þriðja sæti yfir þau lönd sem Íslendingar ferðast helst til á eftir Spáni og Bretlandi. Árið 2005 ferðuðust 31 þúsund Íslendingar til Þýskalands en í fyrra voru þeir 46 þúsund og fjölgaði þannig um 48% á milli ára. Alls gistu Íslendingar um 300 þúsund nætur í Þýskalandi í fyrra eða sem svarar til einnar nætur á hvern Íslending. Sprenging í ferðum Petra Hedorfer, forstjóri Ferðamálaráðs Þýskalands, er að vonum afar ánægð með þessa þróun; tekur raunar fram að nánast hafi verið um sprengingu að ræða, kannski að hluta til vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta, og ekki sé hægt að búast við svo mikilli fjölgun til lengri tíma litið. En jafnvel þótt HM í knattspyrnu væri ekki tekin með, sé þó ljóst að Íslendingar leggi mun oftar leið sín til Þýskalands en áður var. MYNDATEXTI Hún Petra Hedorfer er yfir ferðamálaráði Þjóðverja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar