Kajakræðarar hefja för

Kajakræðarar hefja för

Kaupa Í körfu

ÁRLEGUR sjókajakkappróður Kayakklúbbsins í Reykjavík fór fram í gærmorgun og var róið í kringum Geldinganes. Íþróttin nýtur vaxandi vinsælda og eru um 350 manns í klúbbnum. Keppt var í nokkrum flokkum. Haraldur Njálsson sigraði í 10 km róðri karla á 55 mínútum og fimm sekúndum. Herdís Jónsdóttir sigraði í flokki kvenna á einni klukkustund, 21 mínútu og 41 sekúndu. Páll Reynisson sigraði í flokki 50 ára og eldri á einni klukkustund, átta mínútum og 15 sekúndum. Katla Guðrún Gunnarsdóttir sigraði í 3 km róðri á 31 mínútu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar