Jón Karl Helgason
Kaupa Í körfu
Síðustu daga hef ég verið að lesa skáldsöguna Storm eftir Einar Kárason og ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Á undanförnum árum hafa menn sagt að í myndlistinni hafi sýningarstjórar tekið við aðalhlutverkinu af myndlistarmönnunum, þeir fyrrnefndu noti verk þeirra síðarnefndu til að búa til sínar eigin "innsetningar". Í Stormi dregur Einar upp skemmtilega mynd af sambærilegri tilhneigingu á ritstjórnarskrifstofu ímyndaðs forlags í Reykjavík þar sem starfsmenn telja sig geta sett saman pottþétta metsölubók og vantar bara heppilega höfundartýpu til að gangast við verkinu. Bjórsvelgurinn Eyvindur Jónsson, öðru nafni Stormur, er dubbaður upp í hlutverkið. Ég hef síðan flúið karlrembuveröld Storms inn í magnaðan ljóðheim Ingibjargar Haraldsdóttur en í næsta mánuði verð ég meðal spyrjenda á ritþingi Gerðubergs um verk hennar. Þar sem ég fór í ferðalag til Kúbu fyrr á árinu hef ég heillast sérstaklega af Kúbuljóðum fyrstu ljóðabókanna þar sem sæt blómin bera þungan ilm "af blóði og sykri" Ég þykist meira að segja hafa borið kennsl á stytturnar sem Ingibjörg segir að nauðsynlegt sé að reisa til að fólk gleymi ekki fyrirmyndunum. "En hefur nokkrum dottið í hug," bætir hún við, "að spyrja stytturnar hvort þær muni eftir fólkinu?" Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir