ÍA - FH

Brynjar Gauti

ÍA - FH

Kaupa Í körfu

MATTHÍAS Guðmundsson, hinn fótfrái leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH-inga, var sá leikmaður sem þótti skara fram úr í 3. umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Matthías skoraði fyrsta mark FH í öruggum 4:0-sigri á HK í fyrrakvöld og var maður leiksins. Hann hefur þar með skorað í öllum þremur leikjum liðsins á mótinu og gert mikinn usla í vörn andstæðinganna með ógnarhraða sínum og útsjónarsemi. MYNDATEXTI Matthías Guðmundsson hefur leikið vel með FH-liðinu. Hér sækir hann að marki Skagamanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar