Skemmtiferðaskipið Fram

Skemmtiferðaskipið Fram

Kaupa Í körfu

MS FRAM frá Noregi lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Um er að ræða fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins. Skipið er hér í jómfrúrferð sinni á leið til Grænlands þar sem það mun sigla um Diskóflóa með farþega í allt sumar. Að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Faxaflóahafna, er skipið nýsmíðað og sérstyrkt til íssiglinga. Það er 113 m langt og 20 m breitt og tekur um 300 farþega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar