FYLKIR - ÍA

Árni Torfason

FYLKIR - ÍA

Kaupa Í körfu

MIKIÐ fjör var í Árbænum í gær þegar Fylkismenn tóku á móti Skagamönnum í 4. umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu karla. Þrátt fyrir að liðin hafi ekki boðið upp á fallega knattspyrnu var leikurinn engu að síður hin besta skemmtun. Fjögur mörk litu dagsins ljós því liðin skildu jöfn, 2:2, en Fylkismenn léku tíu í sjötíu mínútur. Þeir fengu þó gullið tækifæri til þess að næla í öll stigin en nýttu ekki vítaspyrnu á síðustu andartökum leiksins. MYNDATEXTI: Klókur - Fylkismaðurinn Haukur Ingi Guðnason er hér sloppinn inn fyrir vörn Skagamanna en þetta ágæta marktækifæri fór forgörðum hjá honum. Fyrir aftan Hauk er Króatinn Dario Cingel sem lék sinn fyrsta leik fyrir Akranes.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar