Brotajárn í Wilson Muuga
Kaupa Í körfu
VONAST er eftir að aðalvél flutningaskipsins Wilson Muuga komist í gang í þessari viku, en búið er að leggja mikla vinnu í að gera skipið sjófært. Fyrirhugað er að sigla skipinu til Líbanons þar sem fullnaðarviðgerð á því fer fram. Starfsmenn Siglingastofnunar hafa fylgst með viðgerðinni, en skipið er skráð í Kambódíu. Wilson Muuga strandaði við Hvalsnes 19. desember sl., en skipið náðist á flot í apríl. Búið er að selja skipið til Líbanons þar sem gert verður við það. Undanfarnar vikur hefur hópur Sýrlendinga unnið að því að gera skipið klárt til siglingar suður í Svartahaf í samvinnu við innlenda aðila. Sýrlendingarnir munu sigla skipinu út en áætlað er að siglingin taki 16-18 daga. MYNDATEXTI: Gera klárt - Í gær var verið að koma brotajárni fyrir í framlest Wilson Muuga, en skipið heitir núna Karim. Sigla á skipinu til Líbanons.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir