Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

FYRSTA hollið, sem lauk veiðum í Laxá í Mývatnssveit í gær, veiddi um 200 urriða á sex vöktum. "Þetta er búið að vera ágætt, þó ekki eins góð byrjun og síðustu tvö ár," sagði Hörður Halldórsson í veiðihúsinu Hofi. "Það var líka skítakuldi til að byrja með, og svolítil snjókoma, en svo fór að hlýna í gær." Hann sagði fiskinn vera misjafnlega vel haldinn, líklega vanti ennþá flugu og meira æti. Öll svæði árinnar hafa verið að gefa, en samtals eru 18 stangir leyfðar á svæðinu. MYNDATEXTI: Í löndun - Bleikju landað í Hlíðarvatni í Selvogi. Hún féll fyrir Króki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar