Landsbankadeildin 2007

Landsbankadeildin 2007

Kaupa Í körfu

MIÐAÐ við spána sem gefin var út eftir kynningarfund Íslandsmótsins í knattspyrnu, munu Valur og KR heyja einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í sumar. Breiðablik, Keflavík, Stjarnan og Fylkir koma þar á eftir en Þór/KA, Fjölnir og ÍR bítast um að halda sér í deildinni. MYNDATEXTI Fyrirliðar átta liða af níu í deildinni. Aftari röð frá vinstri: Katrín Jónsdóttir (Val), María Kristjánsdóttir (Fylki), Lilja Íris Gunnarsdóttir (Keflavík), Rakel Hinriksdóttir (Þór/KA) og Úlfhildur Ösp Indriðadóttir (ÍR). Fremri röð frá vinstri: Harpa Þorsteinsdóttir (Stjörnunni), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (Breiðabliki) og Guðný Jónsdóttir (Fjölni).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar