Landsliðsæfing

Eyþór Árnason

Landsliðsæfing

Kaupa Í körfu

EIÐUR Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði Íslands fær í dag gullið tækifæri til að slá 45 ára gamalt markamet sem hann deilir nú með Ríkharði Jónssyni. Ísland tekur á móti Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum klukkan 16 og takist Eiði að skora, yrði það hans 18 mark fyrir A-landslið Íslands en hann og Ríkharður hafa gert 17 mörk hvor. MYNDATEXTI Tilbúinn Eiður Smári Guðjohnsen með boltann á æfingu landsliðsins á Framvellinum í gær. Hann kveðst hlakka mjög til leiksins og vonast eftir góðri frammistöðu og íslenskum sigri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar