Islandia í Kringlunni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Islandia í Kringlunni

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ eru flestir ánægðir með þetta og stoltir," segir Hanna Bjarnadóttir, verslunarstjóri verslunarinnar Islandia í Kringlunni, en þar, líkt og í fleiri ferðamannaverslunum, er boðið upp á ýmsan varning sem skreyttur er íslenska fánanum. Eru bolir glös, staup og töskur meðal þess sem selt er. Hanna segir að ekki sé fengið sérstakt leyfi til þess að selja varninginn, en miklu skipti að þjóðfánanum sé sýnd virðing. MYNDATEXTI: Fánamyndir Boli, töskur og fleira með íslenska fánanum er hægt að kaupa í verslun Islandia í Kringlunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar