Stykkishólmur

Morgunblaðið/Gunnlaugur

Stykkishólmur

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Sýning nemenda Grunnskólans í Stykkishólmi í skólalok hefur vakið athygli hjá bæjarbúum. Þar var tekist á við fjölbreytt verkefni þar sem allir nemendur unnu afmörkuð verkefni. Nemendur 1.-3. bekkjar unnu, í umsjón bekkjarkennara sinna og annars starfsfólks, að verkefni tengdu vatni þar sem meðal annars var farið að skoða hið nýja Vatnasafn. MYNDATEXTI: Tröllkonan - Lárus Ástmar Hannesson kennari og Benedikt Eyþórsson eru ánægðir með árangurinn í vetur. Á milli þeirra er tröllkonan í Kerlingaskarði tilbúin að kasta steininum í Helgafellskirkju. Sem betur fer geigaði kastið hjá henni og steinninn lenti yfir í Hvítubjarnarey.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar