Háskóli Íslands
Kaupa Í körfu
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Samson, í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, mun styrkja nám í rússnesku við Háskóla Íslands næstu þrjú árin. Samningur þess efnis var undirritaður í gær af Björgólfi Guðmundssyni og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ. Kennsla í rússnesku hefur legið niðri undanfarin ár vegna fjárskorts en styrkurinn mun fjármagna eina og hálfa kennslustöðu næstu þrjú árin. Jafnframt liggja fyrir drög að samningi milli HÍ og Moskvuháskólans um samstarf um kennslu, rannsóknir og stúdentaskipti í tengslum við rússneskunámið. MYNDATEXTI: Við undirritunina - Björgólfur Guðmundsson og Kristín Ingólfsdóttir rektor skoða samninginn, Victor Tatarintsev, sendiherra Rússlands, fylgist með.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir