Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

FYRSTA laxi sumarsins var landað við veiðistaðinn Brotið í Norðurá 21 mínútu yfir sjö í gærmorgun. Samkvæmt fjögurra áratuga hefð hóf formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, veiðarnar fyrstur á mínútunni sjö. Tíu mínútum síðar tók laxinn, silfurbjört níu punda 74 cm löng hrygna, brúna og svarta túpuflugu; Black Eyed Prawn. Laxinn var ekki lúsugur þannig að hann hefur verið einhverja daga í ánni. MYNDATEXTI: Togast á - Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, glímir við fyrsta lax sumarsins í Norðurá, níu punda hrygnu. Laxfoss í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar