Júlíus Jónasson

Júlíus Jónasson

Kaupa Í körfu

JÚLÍUS Jónasson var í gær kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik og er samningur hans og Finnboga Grétars Sigurbjörnssonar til þriggja ára. Þeim verður hent beint í djúpu laugina - í lok október verður haldið á æfingamót í Hollandi, síðan eru æfingaleikir við Færeyjar í lok nóvember daginn áður en haldið er til Rúmeníu þar sem taka við þrír leikir í undankeppni fyrir heimsmeistarakeppnina 2007. Júlíus kynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn - sem fer til Hollands. MYNDATEXTI: Ákveðinn - Júlíus Jónasson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvennaliðsins í handknattleik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar