Alþingi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Alþingi

Kaupa Í körfu

JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sendi forsvarsmönnum atvinnulífsins tóninn í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Hún sagðist undrast mjög þær yfirlýsingar sem komið hafi fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um Íbúðalánasjóð og erfitt væri að finna því stað að sjóðurinn væri leiðandi í því að skapa verðbólguþrýsting hér á landi. "Ég vara við stóryrðum eins og að tala um herfileg hagstjórnarmistök varðandi lánshlutfall og hámarksfjárhæðir sjóðsins eða tala um þennan sjóð, sem máli skiptir fyrir fólkið, sem skaðvald á íbúðalánamarkaði," segir Jóhanna. Hún kvað það skjóta skökku við hvað verðbólga og þensla væru sjaldan sett í samhengi við útlánaþenslu bankanna, en hlutdeild þeirra á íbúðalánamarkaði hafi verið nálægt 60% frá 2005, á móti 33% hlutdeild Íbúðalánasjóðs. MYNDATEXTI: Á þingi - Rætt var um Íbúðalánasjóð í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar