Peter Anderson og Marta Nordal

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Peter Anderson og Marta Nordal

Kaupa Í körfu

25 TÍMAR er samkeppni þar sem sex höfundar eða höfundateymi fá 25 tíma til þess að búa til nýtt dansleikrit. Afraksturinn er svo sýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld og velur dómnefnd sigurvegara en auk þess eru sérstök áhorfendaverðlaun. Á meðan dómnefnd er að gera upp hug sinn verður sýnt nýtt dansleikverk. Eftir úrslitin fá áhorfendur svo loks að dansa sjálfir því slegið verður upp dansleik fram á nótt þar sem útvarpskonan góðkunna Andrea Jónsdóttir þeytir skífur. MYNDATEXTI: Glöð - Peter Anderson og Marta Nordal, höfundar verksins ,,Þvílík gleði´´.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar