Ari Gísli Bragason

Eyþór Árnason

Ari Gísli Bragason

Kaupa Í körfu

Þó má segja að ein áhugaverðasta bókin, ef maður vill rannsaka persónuna Stein Steinarr, sé bók sem kom út hjá Menningarsjóði 1961 og heitir Við opinn glugga. Bók þessa gaf Gunnar Valdimarsson mér fyrir hartnær 10 árum þegar hann rak í félagi við Snæ Jóhannesson fornbókabúðina Bókina sem þá var við Grundarstíg. Í bókinni er m.a. Orðsending til ritstjóra Þjóðviljans, grein um Heimsmót æskunnar og Halldór Laxness og atburðina í Ungverjalandi. Skemmtilegast er þó safn greina Steins sem komu í bókinni en höfðu áður birst í Alþýðublaðinu. Þar fer skáldið á mikið flug þegar hann rekur raunir sínar og konu sinnar við að halda hund í Reykjavík þess tíma. "Tær snilld" er orðið yfir þessa bók. Ari Gísli Bragason skáld

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar