New York blómarós við tjörnina

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

New York blómarós við tjörnina

Kaupa Í körfu

UNDANFARNA daga hefur verið sannkallað sumarveður og sólargeislarnir leikið við landann á flestum stöðum á landinu. Mannfólkið fagnar sumrinu með mismunandi hætti en þessi unga dama sem sést á myndinni hafði gert sér blómakrans úr fíflum og sat fyrir við tjörnina. Sýndi stúlkan fyrirsætutakta á meðan vinkona hennar tók myndir í gríð og erg. Gæti yfirskrift myndarinnar verið "velkomið sumar" enda breiðir stúlkan faðminn á móti einhverju en hvort það er sumarið sjálft eða eitthvað allt annað skal látið ósagt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar