Fálkaorðan
Kaupa Í körfu
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tíu Íslendinga riddarakrossi, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær í tilefni þjóðhátíðardagsins. Þau sem sæmd voru fálkaorðu í gær eru: Ásgeir J. Guðmundsson, iðnrekandi, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslensks húsgagnaiðnaðar. Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir hótelstjóri, Ísafirði, fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar. Björn R. Einarsson hljómlistarmaður, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslenskrar tónlistar. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-samtakanna, Hafnarfirði, fyrir forystu í málefnum sjúklinga. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Reykjavík, fyrir störf í þágu orðfræða og íslenskrar tungu. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslenskra jarðvísinda. Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Kópavogi, fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu. Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að samhjálp og velferðarmálum. Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, Reykjavík, fyrir frumherjastörf í þágu fatahönnunar. Sverrir Hermannsson safnamaður, Akureyri, fyrir stofnun Smámunasafnsins og framlag til verndunar gamalla húsa.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir