Fálkaorðan

Árni Torfason

Fálkaorðan

Kaupa Í körfu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tíu Íslendinga riddarakrossi, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær í tilefni þjóðhátíðardagsins. Þau sem sæmd voru fálkaorðu í gær eru: Ásgeir J. Guðmundsson, iðnrekandi, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslensks húsgagnaiðnaðar. Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir hótelstjóri, Ísafirði, fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar. Björn R. Einarsson hljómlistarmaður, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslenskrar tónlistar. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-samtakanna, Hafnarfirði, fyrir forystu í málefnum sjúklinga. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Reykjavík, fyrir störf í þágu orðfræða og íslenskrar tungu. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslenskra jarðvísinda. Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Kópavogi, fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu. Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að samhjálp og velferðarmálum. Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, Reykjavík, fyrir frumherjastörf í þágu fatahönnunar. Sverrir Hermannsson safnamaður, Akureyri, fyrir stofnun Smámunasafnsins og framlag til verndunar gamalla húsa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar