Helgi Þorgils Friðjónsson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Helgi Þorgils Friðjónsson

Kaupa Í körfu

Í NÝJU sýningarrými á annarri hæð í Start Art listamannahúsi sýnir Helgi Þorgils Friðjónsson tíu málverk sem saman mynda raðlistaverkið Selur og sýna selsbúk með mannshöfuð sem liggur á steini og speglast í heild sinni í sjónum. Myndefnið vísar til norrænna og keltneskra þjóðsagna um seli sem geta haft hamskipti og tekið á sig líkamsform manna og á tímasetningin vel við því að á Jónsmessunótt ganga þessir selir á land og eru sagðar fjölmargar þjóðsögur um seli sem festast í mannslíki þegar einhverjir óskammhleypnir finna feld þeirra og fela þá. MYNDATEXTI: Selur - Í norrænum og keltneskum þjóðsögum er getið um seli sem hafa hamskipti og taka á sig líkamsform manna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar