Siglingaklúbburinn Brokey

Siglingaklúbburinn Brokey

Kaupa Í körfu

SIGLINGAKLÚBBURINN Brokey hefst nú við í bráðabirgðagámum við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn vegna framkvæmda við tónlistarhúsið sem verið er að byggja við höfnina. Brokey var áður með félagsaðstöðu sína við Austurbugt 3 en varð að flytja sig um set á síðasta ári vegna byggingaframkvæmdanna. Gámana hefur Brokey til umráða til ársins 2009 en hefur óskað eftir því við Faxaflóahafnir að klúbburinn fái að byggja varanlegt húsnæði í nágrenninu. MYNDATEXTI: Fluttir - Siglingaklúbburinn Brokey varð að flytja og bíður nú eftir varanlegu húsnæði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar