Raggi Bjarna borgarlistamaður 2007

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Raggi Bjarna borgarlistamaður 2007

Kaupa Í körfu

FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur, Oddný Sturludóttir og varamaðurinn Felix Bergsson, sátu hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvari var útnefndur borgarlistamaður á fundi ráðsins í síðustu viku. Oddný segir venjuna þá í ráðinu að á fundinum fyrir útnefningarfundinn sjálfan, gefi formaður fólki tækifæri til að fjalla um hver eigi að vera borgarlistamaður og hugsa málið. Meirihlutinn ráði auðvitað alltaf valinu á endanum. Tillögur að því hverjir kæmu til greina sem borgarlistamenn hafi ekki verið teknar fyrir eða sýndar minnihlutanum í ráðinu. MYNDATEXTI: Í Höfða - Ragnar Bjarnason tók lagið við afhendinguna í Höfða á 17. Júní.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar