Landsbankinn - Alþjóðahús

Friðrik Tryggvason

Landsbankinn - Alþjóðahús

Kaupa Í körfu

GLEÐI og spenna lágu í loftinu í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í gær, en þar mættust fulltrúar Landsbankans og Alþjóðahúss til þess að undirrita nýjan samstarfssamning. Með samningnum er rekstur Alþjóðahússins tryggður út árið með tíu milljón króna fjárframlagi og er það stærsti samningur sem Alþjóðahúsið hefur gert við einkaaðila. Í haust fara fram viðræður um áframhald á samningnum. Þessi upphæð er jafnhá framlaginu til Alþjóðahússins sem Reykjavíkurborg skar niður í fyrra. MYNDATEXTI: Slagorð - Við undirritun samningsins var bolum dreift með slagorðum sem sýna að Íslendingar eru alls konar fólk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar