Höfn á Kársnesi mótmælt

Höfn á Kársnesi mótmælt

Kaupa Í körfu

KÁRSNESINU verður ekki breytt í stórskipahöfn í nánustu framtíð ef Þórarinn H. Ævarsson, íbúi á Kársnesbraut 11, fær einhverju ráðið. Hann mótmælir nú rammaskipulagi Kópavogsbæjar harðlega og hefur strengt upp við garðinn sinn fagurrauðan borða sem sannarlega vekur athygli á málstaðnum. Þórarinn hefur mótmælt skipulagstillögum bæjaryfirvalda en það er einkum tvennt sem hann er andsnúinn varðandi skipulag hverfisins. Annars vegar eru það hugmyndir um að byggja upp iðnaðarstarfsemi og jafnvel stórskipahöfn við enda nessins. Telur Þórarinn að nýta ætti allt svæðið í íbúðahverfi enda um fallegt byggingarland að ræða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar