Vörður EA 748 - Gjögur hf.

Kristinn Benediktsson

Vörður EA 748 - Gjögur hf.

Kaupa Í körfu

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Gjögur hefur tekið á móti nýju skipi, Verði EA 748. Skipið kom til heimahafnar í Grindavík á þriðjudagskvöld. Það var smíðað í Póllandi og er systurskip Vestmannaeyjar, sem kom ný til landsins fyrr á árinu. Vörður er 29 metra langur og 10,4 metra breiður og með aflvísi vélar sem heimilar skipinu veiðar upp að þremur mílum frá landi. Skipið kostar um 450 milljónir króna. MYNDATEXTI: Forystan - Ingi Jóhann Guðmundsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Njáll Þorbjörnsson, Freyr Njálsson, Hjálmar Haraldsson og Már Þórhallsson. Með þeim á myndinni er barnabarn Hjálmars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar