Safnasafnið á Svalbarðseyri

Skapti Hallgrímsson

Safnasafnið á Svalbarðseyri

Kaupa Í körfu

Á MORGUN opnar Safnasafnið, heillandi og sérkennilegt safn við Svalbarðsströnd, eftir miklar og gagngerar endurbætur. Safnið stækkar til muna, rýmið breytist í kjölfar þess að nýbygging verður tekin í gagnið og grunnsýningum verður fjölgað. Opnunin fer fram kl. 14. Safnið sexfalt stærra en áður "Safnflöturinn verður 675 fermetrar eftir breytingarnar," segir Níels Hafstein safnstjóri. "Safnið var áður um 120 fermetrar þannig að þetta er ansi mikið stökk." MYNDATEXTI: Breytingar - Safnasafnið á Svalbarðseyri, sem stendur við þjóðveg 1, verður opnað á ný á morgun í nýjum húsakynnum á sömu lóð. "Við erum með um 3.000 alþýðulistaverk ásamt 200 nútímaverkum," segir safnstjórinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar