Ingimar - Salernissögur

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ingimar - Salernissögur

Kaupa Í körfu

MÖRGUM manninum þykir gott að lesa á salerninu. Þar er ró og friður, þar vilja menn setjast niður og hugsa sína þungu þanka, þar til einhver fer að banka, eins og segir í kvæðinu. Einn þessara manna er Ingimar Oddsson, en hann hefur nú sent frá sér aðra bók sína sem lesa ber á salerninu, og heitir hún Salernissögur fyrir lengra komna. Í bókinni er að finna 22 sögur og lengd þeirra miðaðar við klósettferðir lengra kominna. MYNDATEXTI: Á kamrinum - "Út með það gamla, inn með eitthvað nýtt," segir Ingimar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar