Mýflugnastrókar við Mývatn

Mýflugnastrókar við Mývatn

Kaupa Í körfu

NÚ ER lífvænlegt sumar við Mývatn; mýið það mesta í sjö ár. Árni Einarsson hjá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn segir að mýsveiflurnar milli lágmarks og hámarks séu þetta 5-9 ár. Takturinn í þeim gangi er í vatninu sjálfu, þar sem lirfurnar éta æti fyrir sig og næstu kynslóð og éta þá afkvæmi sín út á gaddinn. Þá minnkar um mýfluguna ár frá ári og þar af leiðandi lirfuna, sem hefur þegar botninum er náð miklu meira en nóg að éta og mýflugunum fjölgar á ný.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar