Reynir Katrínarson
Kaupa Í körfu
Eyrarbakki | Boðað er til Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka í níunda skipti í dag. "Það er forn og góður siður að koma saman á Jónsmessunótt, gera sér glaðan dag og leita töfragrasa og náttúrusteina. Jónsmessunóttin er ein magnaðasta nótt ársins og hver veit nema kýr tali og selir fari úr hömum að þessu sinni," segir í fréttatilkynningu um hátíðina. Farin verður fróðleiksferð um vestasta hluta hinna fornu Eyra undir leiðsögn Eiríks Guðmundssonar í Hátúni. Myndlistarsýningar verða í Óðinshúsi þar sem Reynir Katrínarson, Hvít Víðbláinn galdrameistari og listamaður, sýnir og í Merkigili sýnir Elvar Guðni úrval verka sinna. Kristín Vilhjálmsdóttir í Sigtúni, Eygerður og Erlingur Bjarnason á Túngötu 28 og Elsa, Pjetur og fjölskyldan í Sólvangi ætla að opna híbýli sín upp á gátt og bjóða upp á spjall og spekúleringar um miðjan daginn. Eyjólfur og Guðmundur í Epal og fjölskyldur þeirra ætla að sýna Nýjabæ (austasta) og segja frá endurbyggingu hússins. Söfnin verða opin allan daginn. Þar eru sýningar og uppákomur. MYNDATEXTI Hvít Víðbláinn Reynir Katrínarson við eina af myndum sem hann sýnir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir