Heyskapur

Benjamín Baldursson

Heyskapur

Kaupa Í körfu

Eyjafjarðarsveit | Heyskapur hefur gengið afar vel að undanförnu í Eyjafjarðarsveit. Er nú svo komið að nokkrir bændur hafa lokið fyrri slætti og komið öllu í plast. Það er ekki síst að þakka hinum öflugu verktökum frá Garðsbúinu sem leggja nánast nótt við dag og rúlla og binda allt hvað af tekur. Tíðarfarið hefur verið einstakt til heyskapar og nánast ekki komið dropi úr lofti síðan sláttur hófst. Aðalsteinn Hallgrímsson verktaki sagðist ekki muna eftir svo samfelldum kafla þar sem vélarnar hefðu gengið frá morgni og fram á nótt án nokkurs hiks vegna veðurs. Grasspretta er í góðu meðallagi þrátt fyrir þurrkana. Rigning væri þó vel þegin, að minnsta kosti fyrir þá sem eru búnir að ljúka fyrri slætti MYNDATEXTI Hey Garðar Hallgrímsson verktaki frá Garðsbúinu bindur sílgræna töðuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar