Leikjanámskeið í sólinni

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leikjanámskeið í sólinni

Kaupa Í körfu

HÖFUÐBORGARBÚAR notuðu margir góða veðrið í gær til að slaka á, væru þeir ekki svo óheppnir að þurfa að vinna. Við Austurbæjarskóla var ekki slegið slöku við og leikjanámskeið var í fullum gangi úti í guðsgrænni náttúrunni. Hitinn var ósköp notalegur, fór mest í 15,8 gráður að sögn Veðurstofunnar. Svolítið golaði þó þegar leið á daginn og í dag er spáð nokkuð ákveðinni norðanátt en eftir sem áður sól og svipuðum hita. En annars staðar í Evrópu valda öfgarnar í veðurfarinu nú miklum usla, Bretar berjast við gríðarleg flóð, í sunnanverðri álfunni er sólin allt of ágeng og víða hafa verið slegin hitamet við Miðjarðarhafið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar