Samningur um rekstur markaðstorgs

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samningur um rekstur markaðstorgs

Kaupa Í körfu

ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráðherra og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, hafa undirritað samning við Vörusjá ehf. um rekstur og þróun rafræns markaðstorgs fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins. Hörður Helgason, stjórnarformaður Vörusjár, ritaði undir samninginn fyrir hönd Vörusjár. Um er að ræða nýstofnað félag um rekstur og umsjón rafræna markaðstorgsins sem ætlað er að leysa af hólmi eldra markaðstorg er lokað var þann 15. maí sl. og hafði þá verið starfrækt frá því í júní 2002. Fyrirtækin sem standa að Vörusjá ehf. eru EC Software ehf., Spron, Árvakur hf. og Íslandspóstur hf. MYNDATEXTI: Kampakátir - Júlíus, Árni og Hörður handsala samninginn í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar