Nico Rosberg - formúlukappi

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Nico Rosberg - formúlukappi

Kaupa Í körfu

FORMÚLU 1-kappinn Nico Rosberg var staddur hér á landi í gær og sýndi hann listir sínar við Smáralind en þetta er í fyrsta sinn sem vél alvöru formúlubíls er þanin hér á landi. Nico er finnskur í aðra ættina og þýskur í hina en hann ólst að mestu upp í Mónakó og segist hann hafa sofnað við hljóðið í formúlubílum og vaknað við sama hljóð til að fara í skólann. "Faðir minn keppti í Formúlu 1 og þannig byrjaði ég í þessu," segir Nico en faðir hans, Keke Rosberg, er finnskur og fyrrverandi heimsmeistari í formúluakstri. MYNDATEXTI: Rosberg - Vill feta í fótspor föður síns og verða heimsmeistari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar