Nýr bátur

Hafþór Hreiðarson

Nýr bátur

Kaupa Í körfu

Útgerðarfélagið Barmur ehf. á Húsavík fékk nú í vikunni afhentan nýjan línubeitningavélbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Ingólfur Árnason. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Sigrún Hrönn ÞH 36 og leysir af hólmi tvo minni Cleopatra-báta sem báru sömu nöfn. Nýi báturinn er 15 brúttótonn og 11,9 brúttórúmlestir og er í krókaaflamarkskerfinu. MYNDATEXTI: Eigendur - Húsvíkingarnir Ingólfur Árnason, Freyja Eysteinsdóttir og Sigmar Ingólfsson, sonur þeirra, sem starfar við útgerðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar