Hótel Laki opnar

Jónas Erlendsson

Hótel Laki opnar

Kaupa Í körfu

Skaftárhreppur | Nýtt lífsstílshótel hefur verið formlega opnað í Efri-Vík hjá Kirkjubæjarklaustri. Hefur það fengið nafnið Hótel Laki. "Áður en við byrjuðum að byggja ákváðum við að þetta hótel yrði að verða alveg sérstakt. Það þyrfti að vera öðruvísi og glæsilegt útlits. Við fengum því til liðs við okkur arkitektana frá Yrki hf. og sjáum ekki eftir því. Þemað í kringum hótelið, það sem hótelið stæði fyrir þyrfti helst að selja sig sjálft," segir Eva Björk Harðardóttir sem er eigandi hótelsins ásamt Þorsteini M. Kristinssyni og foreldrum sínum, Salome Ragnarsdóttur og Herði Davíðssyni. MYNDATEXTI: Heilsuhótel - Eigendur Hótels Laka og ráðgjafar, f.v. Hörður Davíðsson, Salóme Ragnarsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Ásdís Helga Ágústsdóttir, arkitekt hjá Yrki, og Sigurbjörg Árnadóttir, ráðgjafi hjá Bjálkanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar