Harley Davidson

Harley Davidson

Kaupa Í körfu

Ætli megi ekki segja að þetta sé einfaldlega orðið að hálfgerðum lífsstíl hjá mér. Maður er eitthvað svo frjáls á hjólinu auk þess sem mér finnst þetta afskaplega skemmtilegur ferðamáti," segir Árni Friðleifsson, varðstjóri í bifhjóladeild Lögreglunnar í Reykjavík. Óhætt er að segja að Árni hafi fylgt áhugamálinu sínu eftir þegar kom að því að velja sér starfsvettvang, en mótorhjól hafa alla tíð skorað hátt á áhugamálalistanum auk þess sem bætt umferðarmenning hefur verið ofarlega í huga hans. "Ég horfði alltaf á bifhjólamenn með ákveðinni lotningu og einhvern veginn lá beinast við að fara á bifhjólin í lögreglunni á sínum tíma," segir Árni, sem hóf þar störf fyrir átján árum, þá tvítugur að aldri. MYNDATEXTI: Harley Davidson- Hjólin þykja traust og hafa gefist vel hjá lögreglunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar