Grand Princess
Kaupa Í körfu
STÆRSTA skemmtiferðaskipið sem staldrar við á Íslandi í sumar var á Akureyri í gær og kemur til Reykjavíkur í bítið í dag. Um er að ræða Grand Princess , 109.000 tonna skip sem smíðað var 1998 og var þá stærsta skemmtiferðaskip heims. Pláss er fyrir 3.100 farþega um borð en í þessari ferð eru um 2.900 gestir, auk um 1.100 starfsmanna. Ferð skipsins hófst í Southampton á Englandi, þaðan var siglt til Noregs, þar sem fólkið skoðaði sig um í fjörðunum fallegu. Síðasti viðkomustaður Grand Princess í Noregi var Álasund, þaðan var siglt til Akureyrar en frá Reykjavík verður siglt áleiðis til Southampton á ný. Farþegar eru flestir frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Fjöldi þeirra spókaði sig í höfuðstað Norðurlands í gær en mjög margir fóru einnig í ferð með langferðabifreiðum eða leigubílum, t.d. að Mývatni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir