Cannes 2007

Cannes 2007

Kaupa Í körfu

KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Michael Moore kvartaði undan því í gær að hafa ekki fengið þjónustu í verðbréfahöllinni í New York vegna viðtals sem tekið var við hann á CNBC-fréttastöðinni. Í fyrradag var viðtali við hann hjá Larry King slegið á frest á síðustu stundu, en Paris Hilton fengin í staðinn. "Ég fer nú að taka þetta persónulega," sagði Moore, en mynd hans, Sicko, þar sem hann gagnrýnir ítök bandaríska fyrirtækjaheimsins í heilbrigðisþjónustunni þar í landi hefur valdið talsverðum titringi í fjármálaheiminum. "Forgangsröðunin í þessu landi er verulega bjöguð," sagði Moore hundfúll. MYNDATEXTI Hunsaður Michael Moore finnst hann afskiptur heima fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar